AFÞREYING

Minni salurinn

Minni salurinn er 198 fm að stærð og er veitingaaðstaða í salnum með kaffikönnum, bakaraofni, uppþvottavél, kæliskáp og leirtaui fyrir allt að 150 manns. Þar er einnig útgengt á svalir  með útsýni yfir hafið og 2 kolagrillum. Salurinn er bjartur og snyrtilegur.

Stærri salurinn

Stærri salurinn er um 536 fm og er stórt svið í enda salarins sem hægt er að nota fyrir allskyns uppákomur. Gott rými er á bak við sviðið. Á einum veggnum er
sýningin “Brennið þið vitar” eftir listamanninn Elfar Guðna. Listaverkið er 30 fm
málverk sem sýnir Ísland og meðfram standlengjunni eru ljós sem sýna alla vita
landsins.

Ertu með fyrirspurn, ekki hika þá við að senda til okkar.

    Fullt nafn (nauðsynlegt)

    Netfang (nauðsynlegt)

    Efni

    Skilaboð